Skólasetning

Brekkubæjarskóli var settur í 73. sinn í gærmorgun. Formleg skólasetning fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu þar sem skólastjóri flutti stutt ávarp og að því loknu var skólasöngurinn sunginn. Nemendur héldu síðan í sínar bekkjarstofur og áttu þar stund með sínum árgangateymum. Veðrið lék svo við okkur á þessum fyrsta skóladegi í dag og skólalóðin iðaði af lífi og fjöri 🌞
Myndir frá skólasetningunni má sjá með því að smella á hlekkinn.

https://photos.app.goo.gl/z44EYfeswJkQK59s9