Skólasetning 23. ágúst

Þá er farið að styttast í annan endann á sumarfríinu og vonandi allir endurnærðir eftir gott sumar. Skólasetning verður miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 10:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Nánari upplýsingar varðandi skólabyrjun verða birtar þegar nær dregur.
Við erum spennt fyrir nýju skólaári og hlökkum til að sjá ykkur öll!