Skóli hefst að nýju 7. apríl

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7.apríl.  Þær takmarkanir sem nú eru í gildi til og með 15.apríl hafa ekki áhrif á mætingu nemenda í skólann eða stundaskrá, heldur snúa þær að skipulagi og fjöldatakmörkunum innanhúss.

Eins og í fyrri takmörkunum eru gestakomur eru óheimilar í skólann á meðan á þessum takmörkunum stendur þannig að foreldrum er ekki heimilt að koma inn nema brýna nauðsyn beri til.

Hvað tekur svo við eftir 15. apríl kemur svo væntanlega í ljós í byrjun næstu viku.