Bekkjarstjórnum og foreldrasamskipti

Nú í vikunni hófst námskeið á vegum KVAN um bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti. 25 starfsmenn Brekkubæjarskóla sækja námskeiðið sem samanstendur af 4 vinnulotum sem fara fram hér í skólanum. Þetta er nýtt námskeið hjá KVAN og er Brekkubæjarskóli fyrsti skólinn sem fer í gegnum námskeiðið, en það byrjar á landsvísu þann 25. september. Allir sem taka þátt fá handbók um bekkjarstjórnun og foreldrasamskipti og vinna verkefni úr henni milli tíma á námskeiðinu.