Á alþjóðadegi kennara, þann 5. október, var Brekkubæjarskóli tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Tilnefningin er fyrir fyrir þróun árangursríkrar teymiskennslu, inngildandi starfshætti, nemendalýðræði og virkni nemenda.
Við erum óendanlega stolt af þessari tilnefningu og er hún okkur mikil hvatning til að halda áfram að þróa starfshætti okkar í samvinnu við foreldra og nærsamfélagið með farsæld barna að leiðarljósi