Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember voru haldnar samkomur á öllum aldursstigum á sal skólans. Þema dagsins var Skáld á Skaga og höfðu nemendur í öllum árgöngum undirbúið atriði sem tengdust þemanu. Þar mátti m.a. heyra lög með Dúmbó og Steina, texta eftir Margréti í Vök/GusGus, ljóð eftir Inga Steinar Gunnlaugsson og margt fleira. Einnig var Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi sett formlega með ljóðalestri frá Aðalheiði Ísold, upplesara Brekkubæjarskóla 2023. 

Myndir og myndskeið frá degi íslenskrar tungu í Brekkó má sjá hér.