Fræðslufundur nemendafélaga grunnskólanna

Þriðjudaginn 10. október hittust nemendafulltrúar grunnskólanna á Akranesi á fræðslu- og vinnufundi í Þorpinu. 

Tilgangur fræðslunnar var að efla nemendaráðin í sínu lýðræðislegu hlutverki og fá nemendur með í virka samvinnu um aukið nemendalýðræði á Akranesi. Á fundinum fóru krakkarnir meðal annars yfir hvaða hagsmuna-, velferðar- og félagsmálum þeir vilja vinna að í vetur og komu heilmargar hugmyndir fram í hópavinnunni. Fyrirhugað er að halda annan slíkan fund fljótlega eftir áramótin.

Myndir frá fræðslu- og vinnufundi nemendafulltrúa grunnskólanna.