Grænfána flaggað í sjöunda sinn

Í dag kom fulltrúi Landverndar í Brekkubæjarskóla og afhenti okkur grænfánann í sjöunda sinn.
Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem rekið er í 73 löndum af Landvernd. Með því fær Landvernd nemendur og starfsfólk skólanna í lið með sér til þess að vernda, virða og njóta náttúrunnar.
Umhverfisnefnd Brekkubæjarskóla hefur stýrt verkefninu og hafa nemendur fengið tækifæri til þess að taka þatt í verkefnum tengdum náttúru og umhverfi. Stuðlað er að umhverfisfræðslu í skólanum og var unnið með þemað neysla og hringrásarhagkerfi á síðasta tímabili.
Landvernd sendir sínar bestu þakkir til nemenda og starfsfólks Brekkubæjarskóla fyrir gott starf í þágu umhverfisins.

Sjá myndir