Litlu jólin haldin og Gróa kvödd

Síðasta daginn okkar fyrir jólafrí voru litlu jólin haldin hátíðleg og má sjá myndir frá þeim með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
 
Einnig kvöddum við hana Gróu aðstoðarmatráð þann 20. desember, en hún lauk þá störfum eftir að hafa starfað við mötuneyti skólans frá 2004. Í tilefni starfslokanna var hún leyst út með gjöf frá skólanum og Dagný Hauksdóttir færði henni einnig kveðjugjöf frá Akraneskaupstað. Við starfsfólk og nemendur þökkum Gróu kærlega fyrir samstarfið og allan þennan góða mat undanfarin 19 ár. Við hennar starfi tekur Margrét Vera Mánadóttir og við bjóðum hana velkomna í okkar frábæra starfsmannahóp 🙂