Skipulag skólastarfs næstu vikur/ Informacje dotyczace zmian w szkole

 Informacje dotyczace zmian w szkole

 Kæru foreldrar

Þá eru línur að skýrast hjá okkur varðandi næstu vikur. Tímabilið sem um ræðir í hertum aðgerðum er frá morgundeginum, 3. nóvember til og með 17. nóvember. Hjá okkur er viðtalsdagur á morgun og því tekur neðangreint skipulag gildi frá og með miðvikudegi. Hefðbundið skólastarf hefst vonandi aftur 18. nóvember. Samkvæmt reglugerðinni sem var gefin út í gærkvöldi gætum við verið með óbreytt skólastarf að mestu og grímuskylda í 5. – 10. bekk ef við gætum tryggt sóttvarnir. Þó er bannað að kenna íþróttir og sund.

Við getum ekki tryggt fjarlægðarmörk og sóttvarnir með því að vera með alla nemendur í hefðbundnum skóladegi þrátt fyrir grímunotkun en þykir mikilvægt að yngstu nemendurnir (sem ekki geta verið einir heima) séu í skóla allan sinn skóladag. Við leggjum því upp með þetta skipulag:

1.-4. bekkur í skóla frá 8:10-13:20:

  • Mötuneytið opið fyrir þessa bekki en matseðillinn gæti breyst. Við sendum tölvupóst ef það verða gerðar breytingar. 
  • Nemendur þurfa ekki að vera með grímur.

5.-10. bekkur í tveimur hollum, fyrir og eftir hádegi:

  • Allir nemendur koma í skólann á hverjum degi. 
  • Fyrra hollið er frá 8:00-11:30.
  • Seinna hollið er frá 12:00-15:30.
  • Nemendur þurfa að vera með grímur. Skólinn skaffar hverjum nemanda eina grímu á dag. 
  • Við biðjum nemendur að vera ekki á skólalóðinni á þeim tíma sem þeir eru ekki í skólanum. Við þurfum að nota hana fyrir frímínútur og frístund og hópar mega ekki blandast. 
  • Mötuneytið er ekki opið fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Ekki er búið að senda út reikninga vegna nóvember og desember og við munum skrá alla nemendur í þessum bekkjum úr mat til 17. nóvember.

Eins og þið sjáið á skipulaginu sem fylgir hér að neðan skiptast bekkirnir (5.-10.) á að vera fyrir og eftir hádegi, það þurfa því allir að vakna snemma annan hvern dag til að halda rútínunni.

Þessir þrír og hálfi tími í skólanum verða mjög þéttir og með litlum hléum til að ná sem mestri vinnu á skólatíma.

Allir ganga inn um sína innganga og eru í sínum skólastofum.

Smellið hér til að sjá tímasetningar fyrir 5. - 10. bekk.