Skólasetning fimmtudaginn 22. ágúst

Brekkubæjarskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst klukkan 10:00.  

Við getum ekki verið í íþróttahúsinu eins og við erum vön og ætlum að nota góða veðrið og vera með skólasetninguna úti.

Skólinn verður settur á malbikaða vellinum fyrir ofan skólann, milli skólans og Heiðarbrautar. Þar eru svæði merkt hverjum árgangi fyrir brunaæfingar og nemendur mæta á sinn stað þar.

Okkur langar til að setja skemmtilega umgjörð um skólasetninguna þó að við séum úti og langar til að fá ykkur foreldra með okkur í það.

Skipulagið er svona:

Nemendur fara til umsjónarkennara á svæði árgangsins.

Foreldrar standa nokkurs konar heiðursvörð við innganginn inn í skólann.

Þegar nemendur ganga inn í skólann með starfsmönnum árgangsins klöppum við og fögnum þeim.

Þegar allir eru komnir inn fara foreldrar inn í stofur. 10.bekkur fer fyrstur inn og 1. bekkur síðastur.

Við hlökkum til að sjá alla aftur eftir gott sumarfrí!