Þemadagur - jafnrétti

Í dag var þemadagur þar sem unnið á fjölbreyttan hátt með dygð annarinnar, jafnrétti, og skyld málefni. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum og afraksturinn kemur til með að prýða veggi skólans. Mörg listaverk litu dagsins ljós og einnig var farið í ýmsa leiki sem reyndu á samvinnu og lausnaleit. Í frímínútum stýrðu íþróttakennarar síðan leikjum á  ýmsum stöðvum sem settar höfðu verið upp á skólalóðinni og var mikið líf og fjör jafnt úti sem inni. 
Myndir frá þemadeginum má sjá með því að smella á hlekkinn.