Undankeppni fyrir lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna

Hópurinn sem mun taka þátt í Lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi.
Hópurinn sem mun taka þátt í Lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi.

Í gær fór fram undankeppni fyrir lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi. Allir nemendur í 7. bekk hafa æft upplestur af kappi undanfarnar vikur og í gær lásu 16 þeirra upp texta í bundnu og óbundnu máli fyrir sérstaka dómnefnd og áheyrendur úr 6. og 7. bekk. Öll stóðu sig með mikilli prýði en dómnefndin fékk það erfiða verkefni að velja þau 6 sem þóttu standa sig best í upplestrinum til að koma fram á lokahátíðinni sem fer fram þann 13. mars næstkomand í Tónbergi. Það voru þau Erna Kristín, Bryndís Lilja, Davíð Antti, Anna Lea, Erlingur Orri og Talía Björk sem þóttu standa sig best meðal jafningja og  munu stíga á stokk á lokahátíðinni fyrir hönd Brekkubæjarskóla. 

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir frá upplestrinum í gær.