Sólarstundir

Sólarstundir

Samkvæmt skólastefnu Brekkubæjarskóla geta nemendur geta unnið sér inn sólarspjald bæði sem einstaklingar og hópar fyrir að iðka góðar dygðir. Dæmi um slíkar dygðir eru til dæmis stuðla að góðum vinnufriði, sýna kurteisi, hjálpsemi, vinnusemi o.fl.

Þegar 80 sólum hefur verið safnað fá nemendur sólarstund sem eru misjafnar eins og þær eru margar en þær eru yfirleitt skipulagðar í samvinnu við nemendur. Nemendur koma með hugmyndir og saman finna þau út hvað þau vilja nýta tímann í.

Dæmi um sólarstundir eru náttfatadagur, kósýdagur, spilastund, horfa á bíómynd/þætti, úti að leika, fara saman í Þorpið og margt fleira.