Bekkjarfundir

Bekkjarfundir

Í hverjum árgangi eru haldnir reglulega bekkjarfundir. Nemendur semja í sameiningu sérstakar reglur fyrir bekkjarfundina. Á bekkjarfundum eru ýmis málefni rædd og geta nemendur haft áhrif á umræðuefni. Oft gott að nota bekkjarfundina til að kynnast bekkjarfélögunum betur, til dæmis með því að fara í allskonar hópeflisleiki.

Bekkjarfundir eru einnig tilvaldir til að skoða sjálfan sig betur og til að kynna sig betur fyrir hinum. Til dæmis með því að skrifa niður ýmislegt um sjálfan sig, styrkleika, hæfileika, allskonar uppáhalds, eitthvað sem manni finnst skemmtilegt og hafa svo umræðuhring.