Spjallarar

Spjallaraverkefnið felst í því að eldri nemendur heimsækja yngri bekki sem spjallarar og kynnist yngri börnum í gegnum leik og samveru. Verkefnið byggir á hugmyndavinnu nemendaráðs Brekkubæjarskóla sem vildi byggja upp aukin tengsl við yngri nemendur, tala máli þeirra og finna lausnir til þess að hjálpa börnum sem líður ekki nógu vel í skóla.

Haustið 2023 var fenginn styrkur frá menntamálaráðuneytinu fyrir verkefnið Spjöllum saman. Verkefnið felst í því að allir nemendur kynnist og hafi aðgang að spjallara sem þeir treysta og geta leitað til. Starfsfólk félagsmiðstöðvar verða spjallarar fyrir unglinga og unglingar verða spjallarar fyrir yngri nemendur.

Markmið verkefnisins eru:

  • Að allir nemendur hafi einhvern til að tala við.
  • Að stuðla að auknum samskiptum og tengslum eldri og yngri nemenda.
  • Að styrkja unglinga í hlutverki sínu sem fyrirmyndir
  • Að stuðla að aukinni farsæld barna í gegnum þverfaglegt samstarf
  • Að skapa þekkingu og reynslu og stuðla að þróun.

Verkefnið er svar við ósk nemenda um að hafa aðgang að einhverjum sér eldri til að tala við. Sú ósk hefur ítrekað komið fram í gegnum störf með nemendum og á Barnaþingi.  Verkefnið samvinnuverkefni Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins.