Nemendastýrð foreldraviðtöl

Síðan í janúar 2019 hefur Brekkubæjarskóli verið að þróa nemendastýrð foreldraviðtöl.  Þá sjá nemendur um undirbúning viðtalsins í samstarfi við umsjónarkennara. Í sjálfu viðtalinu leiða þeir samtalið og kennari styður við eftir þörfum.

Undirbúningurinn er með ýmsu móti og fer eftir aldri nemenda.  En í aðalatriðum snýst hann um að nemendur ígrundi og setji fram hvað þeim finnst ganga vel og hvað þeir telja að megi betur fara. Þeir setja niður styrkleika sína, líðan og samskipti og námsframmistöðu

Hér má sjá upptöku af kynningu á nemendastýrðum foreldraviðtölum.

Myndband frá Utís online um nemendastýrð foreldraviðtöl.