Sólin

Sólin á skólalóðinni er verkefni sem byggir á hugmynd sem varð til í Draumaskólaverkefninu. Sólin er staður, þar sem börn geta farið þegar þau vanta einhvern til að leika við. Nemendur sömdu sjálfir þær reglur sem gilda á sólinni.

  1. Ef þú hefur eða finnur engan til að leika við úti í frímínútum við getur þú farið á sólina.
  2. Ef þú sérð einhvern á sólinni þá getur þú beðið hann/hana um að vera með í leik.
  3. Þú getur ekki valið hvern þú vilt leika við. Þú þiggur boðið þegar einhver býður þér.
  4. Mjög mikilvægt er að vera þolinmóð/ur og bíða eftir boði. Það sjá þig ekki endilega allir strax að þú sért á sólinni. 
  5. Ef þú ert ein/einn á sólinni og einhver kemur sem er líka ein/einn þá getið þið leikið saman.

Þessar reglur hanga í öllum anddyrum skólans.

Það eru tvær sólir á skólalóðinni og var önnur þeirra hönnuð og máluð af nemendum. Á hverju hausti er það verkefni 7. bekkjar að fræða nemendur á yngsta stigi um sólina og kenna þeim að nota hana. 7. bekkur sem ber einnig ábyrgð á því að halda sólinni við og laga hana á hverju vori.