Val nemenda á matseðli

Val nemenda byggir á hugmynd nemenda úr Draumaskólaverkefninu

Hver bekkur skólans fær að velja matinn einu sinni á skólaárinu. Fyrirkomulagið á því hvernig valið er á matseðilinn er mjög lýðræðislegt. Hver árgangur kýs um þann mat sem árgangurinn vill bjóða upp á í mötuneytinu. Þannig fá allir nemendur skólans að koma að því að velja á matseðilinn. Það er matarnefnd nemenda sem fer yfir niðurstöður og skilar til matráðs sem raða máltíðum inn á matseðilinn.

Hér má sjá kynningarmynd sem nemendur gerðu um val á matseðli.