Nemendur Brekkó stóðu sig vel í stærðfræðikeppni FVA
Í grunnskólunum á Akranesi er unnið eftir lestrarstefnu þar sem eftirfarandi kennsluaðferðir eru lagðar til grundvallar: Byrjendalæsi, Orð af orði og Gagnvirkur lestur. Á hverjum vetri eru fastir liðir í skólanum sem tengjast lestrarstefnunni s.s. bókamessa í janúar og sameiginleg lestrarstund, Allir lesa, tvisvar á vetri.
Morgunstundir eru haldnar 4 sinnum á hverju skólaári. Þá safnast allir nemendur og starfsfólk saman í íþróttahúsinu og nemendur stíga á stokk í hinum ýmsu atriðum. Áhorfendapallarnir eru líka ávallt þéttsetnir gestum á morgunstundum.
Brekkubæjarskóli er Grænfánaskóli og við leggjum mikla áherslu á umhverfisvernd. Grænfánanum var fyrst flaggað við skólann árið 2007 og hefur verið endurnýjaður á tveggja ára fresti síðan þá.