Á bókasafninu okkar er búið að hengja upp aragrúa af Origami trönum. Trönurnar voru flestar gerðar í listgreinatímum af nemendum 7. bekkjar og einhverjar af nemendum úr 8. og 9. bekk. Þetta listaverk er hluti af verkefninu ,,Að brjóta 1000 trönur" se...
Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Þemað í ár er Sjóræningjar karabíska hafsins.
Tveir hópar upprennandi hönnuða frá B...
Nýlega luku nemendur við verkefni bókamessunnar sem hófst í byrjun janúar. Nemendur völdu sér bók og útbjuggu sína eigin útgáfu af henni með ákveðnum bókahugtökum eins og persónur, söguþráður, innri og ytri tími, umhverfi og fleira. Nemendur lögðu ...
Þetta skólaárið höfum við í Brekkubæjarskóla unnið að verkefninu Bókmenntir og STEAM, í samvinnu við Selásskóla í Reykjavík, þar sem við lesum bækur og vinnum svo verkefni út frá textanum. Vinnan er fjölbreytt og reynir m.a. á listsköpun og svokallað...
Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur í 4.BS í tónmenntatímunum síðustu vikur. Má þar nefna trompet og melodiku kynningu. Allir nemendur fengu að prófa þau hljóðfæri og gekk misvel að ná tóni úr trompetnum en mikið var hlegið. Við fórum heim til G...
Nú í vikunni fengum við afhent nýju stoðþjónusturýmin og tónmenntastofuna. Það er því búinn að vera handagangur í öskjunni í dag og í gær við að flytja yfir í nýju rýmin og setja upp það sem þarf til að geta hafið starfsemi þar. Hér eru nokkrar myndi...
Ágætu foreldrar
Á morgun, fimmtudag 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun og spáð aftaka veðri á Akranesi.
Tilmæli frá Ríkislögreglustjóra í samráði við lögregluna á Vesturlandi og Almannavarnir, vegna yfirlýsingu um hættustig Alman...
100 daga hátiðin var haldin í 1.bekk föstudaginn 31.janúar. Þá fögnuðu krakkarnir því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum og það er nú aldeilis áfangi til að fagna. Það var skellt í veisluborð með kræsingum sem krakkarnir komu með að heiman...