Í 4.BS eru hressir og skemmtilegir krakkar sem hafa mjög gaman af því að spila á hljóðfæri, syngja og semja tónlist. Smellið á ,,meira" hnappinn til að lesa meira um tónlistarstarfið í 4.BS.
Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur í 4.BS í tónmenntatímunum síðustu vikur. Má þar nefna trompet og melodiku kynningu. Allir nemendur fengu að prófa þau hljóðfæri og gekk misvel að ná tóni úr trompetnum en mikið var hlegið. Við fórum heim til G...
Nú í vikunni fengum við afhent nýju stoðþjónusturýmin og tónmenntastofuna. Það er því búinn að vera handagangur í öskjunni í dag og í gær við að flytja yfir í nýju rýmin og setja upp það sem þarf til að geta hafið starfsemi þar. Hér eru nokkrar myndi...
Ágætu foreldrar
Á morgun, fimmtudag 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun og spáð aftaka veðri á Akranesi.
Tilmæli frá Ríkislögreglustjóra í samráði við lögregluna á Vesturlandi og Almannavarnir, vegna yfirlýsingu um hættustig Alman...
100 daga hátiðin var haldin í 1.bekk föstudaginn 31.janúar. Þá fögnuðu krakkarnir því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum og það er nú aldeilis áfangi til að fagna. Það var skellt í veisluborð með kræsingum sem krakkarnir komu með að heiman...
Nemendur 3. bekkjar voru í óðaönn undanfarna daga að undirbúa sig fyrir nemendastýrðu foreldrasamtölin sem voru í gær.
Þar sögðu þeir foreldrum sínum frá hvernig þeim gengur í skólanum. Þeir fjölluðu um styrkleika sína, markmið, samskipti, líðan og ...
Í 2. bekk eru vinnusamir og duglegir krakkar. Þeim finnst skemmtilegast þegar það er nóg að gera og fullt af verkefnum sem þarf að klára.
Þessa dagana er Bókamessa í Brekkubæjarskóla sem byrjaði á lestrarstundinni Öll lesa. Á bókamessunni eru öll í ...
Lestrarstundin ,,Öll lesa" var síðastliðinn þriðjudag. Að þessu sinni var lestrarstundin með breyttu sniði. Að venju tóku allir nemendur og starfsfólk þátt í þær 20 mínútur sem lestarstundin stóð yfir, en nemendur völdu hvort þeir myndu lesa sjálfir ...
Krakkarnir í 1. BS eru frábærir og hressir krakkar sem eru duglegir að æfa sig í að lesa og læra og vera fyrirmyndarnemendur.
Það er alltaf nóg um að vera og verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Til dæmis erum við um þessar mundir að vinna með þemað ...