Tengiliður

Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fysta stigi í samræmi við óskir foreldra og eða barns. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins:

  • Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilbrigðisstofnunar.
  • Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám.
  • Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili.

Tengiliðir Brekkubæjarskóla eru eftirfarandi: 

  • Arndís Ósk Valdimarsdóttir er tengiliður í 1. - 3. bekk
  • Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir er tengiliður í 4. - 7. bekk
  • Brynhildur Benediktsdóttir er tengiliður í 8. - 10. bekk