100 daga hátíð í 1.bekk

100 daga hátiðin var haldin í 1.bekk föstudaginn 31.janúar. Þá fögnuðu krakkarnir því að þeir eru búnir að vera 100 daga í skólanum og það er nú aldeilis áfangi til að fagna. Það var skellt í veisluborð með kræsingum sem krakkarnir komu með að heiman og þar leyndust m.a. 100 stykki af ýmsu s.s. saltstöngum, vínberjum, kökubitum og fleira.