Árgangur 2009 kvaddur

Þann 5. júní síðastliðinn fór fram útskriftarathöfn 10. bekkinga. Athöfnin var haldin í Tónbergi og þar var árgangur 2009 kvaddur með ræðuhöldum og afhendingu vitnisburða og viðurkenninga. Í lok athafnar stigu síðan allir útskriftarnemarnir á svið og sungu lagið Slipping through my Fingers af mikilli innlifun.
Þetta er glæsilegur hópur líflegra og efnilegra ungmenna sem verður sárt saknað úr Brekkubæjarskóla ❤
Myndir frá útskriftarathöfninni má sjá með því að smella hér.