Fréttir úr 3.bekk

Nemendur 3. bekkjar voru í óðaönn undanfarna daga að undirbúa sig fyrir nemendastýrðu foreldrasamtölin sem voru í gær.
Þar sögðu þeir foreldrum sínum frá hvernig þeim gengur í skólanum. Þeir fjölluðu um styrkleika sína, markmið, samskipti, líðan og námsframmistöðu.
Markmið þessarar vinnu er að þjálfa nemendur í að rýna í og bera ábyrgð á eigin námi og hegðun.
Að þessu sinni fengu nemendur að velja hvernig þeir vildu kortleggja frammistöðu sína það sem af er skólaári. Boðið var upp á fjölbreyttar og skapandi leiðir. Einhver bjuggu til plaköt, önnur rafbækur, einnig voru gerð hugtakakort og smábækur.
Í foreldrasamtölunum  kynntu nemendur síðan verkefnin sín og fóru yfir málin með foreldrum sínum og kennurum.