Gestir frá Hollandi

Á dögunum fengum við í heimsókn 13 sérkennara og fagfólk í stoðþjónustu skóla frá Utrecht í Hollandi. Þau voru stödd hér á landi til að kynna sér skólastarf á og stoppuðu hér í Brekkubæjarskóla einn morguninn. Þau fengu almenna kynningu á skólanum og einnig kynningu frá nemendum 7. bekkjar á nemendalýðræði og því sem þeim finnst mikilvægt að læra í skólanum. Einnig fylgdust gestirnir með í kennslustund í 7. bekk og spjölluðu mikið við krakkana sem voru alls ófeimnir við að spjalla við fólkið og útskýra verkefnin sín á ensku.