Gjöf frá foreldrafélaginu

Nemendafélagi skólans barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Foreldrafélag Brekkubæjarskóla. Foreldrafélagið gaf fjögur píluspjöld með öllu og hefur þeim verið komið fyrir niðri í sal. Það kom sér vel að vegna framkvæmda er búið að setja upp þennan timburvegg en hann nýtist vel sem bakgrunnur. Þegar félagsaðstaða unglinga verður tilbúin munu píluspjöldin fá varanlegan stað þar.
Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa frábæru gjöf!