Kiwanisklúbburinn Þyrill gefur 1.bekk hjálma

Í vikunni fengum við í 1. bekk góða heimsókn frá fulltrúum Kívanisklúbbsins Þyrils. Þeir komu færandi hendi og afhentu öllum nemendum reiðhjólahjálm, buff og endurskynsmerki að gjöf. Með þeim í för var Hildur Karen en hún fór yfir hvernig á að stilla hjálma og ræddi mikilvægi hans. Umferðafræðsla hefur verið áberandi hjá fyrstu bekkingum í vikunni og eru þeir orðnir ansi fróðir um mikilvægi þess að gæta öryggis í umferðinni. 1. bekkur þakkar kærlega fyrir sig.