Kynning á bókaklúbbum á skólasafninu

Núna eru fjórir spennandi bókaklúbbar að fara af stað á skólasafninu okkar. Nemendum stendur til boða að skrá sig í þá bókaklúbba sem þeir hafa áhuga á.

Klúbbarnir eru:

  • Binnu B og Jónsa klúbbur (hentar yngsta stigi vel og þeim sem lesa helst léttan texta)
  • Hunda- og kattabókaklúbburinn (hentar öllum aldri)
  • Spæjaraklúbburinn (hentar mjög vel frá 4. bekk, þar eru þrautir sem yngri gætu átt erfitt með)
  • Draumaklúbburinn (hentar vel á miðstigi)

Tilgangurinn með klúbbunum er að hvetja til lestrar, virkja áhuga nemenda á skólasafninu og bókum og efla lestrarsamfélagið í skólanum.