Eins og fram hefur komið í fréttum hafa á sjötta tug samtaka kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa boðað til kvennaverkfalls föstudaginn 24. okt. Af þeim sökum er ekki hægt að halda úti skólahaldi í Brekkubæjarskóla þennan dag en rúmlega 90% starfsmanna eru konur. Augljóst er að þessar aðgerðir munu hafa mikil áhrif á allt samfélagið.
 Ef einhver er í miklum vandræðum vegna þessa verkfalls má hafa samband skrifstofu skólans 4331300 eða á netfangið skrifstofa@brekko.is og við athugum hvort við getum eitthvað gert til að aðstoða. Slíkur póstur þarf að berast fyrir kl. 15:30 í dag fimmtudag.
 
 Með kveðju, stjórnendateymi Brekkubæjarskóla.
| 
 Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brekko.is  | 
 Opnunartími skrifstofu:  Föstudaga 07:45 - 13:30  | 
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brekko.is.