Föstudaginn 19. nóvember var þemadagur þar sem unnið var með dygð annarinnar sem er virðing. Unnið var í blönduðum aldurshópum á yngsta, mið- og unglingastigi og voru margvísleg verkefni unnin sem tengdust virðingu á einhver hátt. Mörg listaverk litu dagsins ljós sem prýða nú ganga skólans en einnig fóru krakkarnir í ýmsa leiki sem fólu það í sér að virða skoðanir annarra, virða andstæðinga sína jafnt sem samherja í keppni og margt fleira. Myndir segja meira en mörg orð - smellið hér til að sjá myndir frá þemadeginum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brekko.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 13:30 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.