9.bekkingar í blóðugu verkefni.

Eitt af fjölmörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa verið unnin í 9. bekk í vetur er krufning á svínslíffærum í tengslum við vinnu nemenda með mannslíkamann. Nemendur skoðuðu tungu, barka, vélinda, lungu, hjarta, nýru og lifur og unnu verkefni samhliða vinnunni.
Eitt af því sem er svo ótrúlega fróðlegt við þetta verkefni er að nemendur fá tækifæri til að finna hvernig líffærin eru viðkomu og þar á meðal að fá raunverulega merkingu í orðið “lungamjúkt” en það er fátt jafn mjúkt viðkomu og lungu. Eins er magnað að sjá þegar lungu er blásin upp en þá er röri komið fyrir í barkanum og blásið af miklu afli. Ef vel tekst til fyllast lungun af lofti og þenjast út sem er ótrúlegt að verða vitni að.
Myndir og myndbönd frá þessu verkefni má sjá með því að smella hér.