Í morgun var viðburður á lóð Brekkubæjaskóla í tilefni þess að Akraneskaupstaður fékk í dag formlega viðurkenningu UNICEF sem Barnvænt sveitarfélag. Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri, afhenti skólastjóra skjal til viðurkenningar á framlagi skólans til verkefnisins, danshópur tók sporið og einnig voru sungin saman tvö hressileg lög. Að auki fékk skólinn leikjakassa að gjöf með böndum, krítum, boltum og fleiru skemmtilegu ![]()
|
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brekko.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 13:30 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brekko.is.