Alþjóðlegur dagur læsis

Þann 8.september var alþjóðlegur dagur læsis og við í Brekkubæjarskóla héldum að sjálfsögðu upp á hann. Lestrarstundin ,,Öll lesa" var haldin frá kl. 8:30 - 8:50 en þá settust nemendur og starfsfólk niður og annað hvort lásu í hljóði eða hlustuðu á upplestur.
Rithöfundurinn, leikarinn og vísindamaðurinn Ævar Þór Benediktsson kom síðan í heimsókn til krakkanna í 5. - 7. bekk og las m.a. upp úr splunkunýrri bók sinni Skólastjórinn, en hún kemur út á allra næstu dögum.