Guðný Sara Birgisdóttir rithöfundur kom og færði skólasafni Brekkubæjarskóla nýju bókina sína, Brá fer á stjá. Brá er hugmyndaríkt og skapandi skrímsli sem dreymir um að næla sér í bút af skýjahulu. Á leið hennar að skýjahulunni lendir hún í alls kyns ævintýrum.
Við í Brekkubæjarskóla þökkum kærlega fyrir bókina og bíðum spennt eftir því að kynnast Brá örlítið betur.
Á myndinni eru Jónella Sigurjónsdóttir skólasafnskennari Brekkubæjarskóla og Guðný Sara Birgisdóttir höfundur bókarinnar.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brekko.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 13:30 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brekko.is.