Bókagjöf til skólasafnsins

Guðný Sara Birgisdóttir höfundur bókarinnar og Jónella Sigurjónsdóttir skólasafnskennari Brekkubæjar…
Guðný Sara Birgisdóttir höfundur bókarinnar og Jónella Sigurjónsdóttir skólasafnskennari Brekkubæjarskóla

Guðný Sara Birgisdóttir rithöfundur kom og færði skólasafni Brekkubæjarskóla nýju bókina sína, Brá fer á stjá. Brá er hugmyndaríkt og skapandi skrímsli sem dreymir um að næla sér í bút af skýjahulu. Á leið hennar að skýjahulunni lendir hún í alls kyns ævintýrum.
Við í Brekkubæjarskóla þökkum kærlega fyrir bókina og bíðum spennt eftir því að kynnast Brá örlítið betur.
Á myndinni eru Jónella Sigurjónsdóttir skólasafnskennari Brekkubæjarskóla og Guðný Sara Birgisdóttir höfundur bókarinnar.