Kartöfluuppskera í 4.bekk

Á föstudaginn fór 4.bekkur í hjólaferð upp á safnasvæði þar sem þau tóku upp kartöflurnar sínar, en síðasta vor fór sami hópur og setti niður kartöflur í lítinn garð sem við höfum til afnota á safnasvæðinu.
Öll fóru heim í helgarfrí með ca 700 gr af kartöflum en heildarkílóa fjöldi var ca 33 kg 😊. Sannkölluð ævintýraferð hjá 4.bekk og mikil spenna að fara í hjólaferð….svo mátti sko taka með heitt kakó í nesti 😉