Í ágúst tók Þorpið frístundamiðstöð við rekstri Brekkusels, frístundaheimilis Brekkubæjarskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.
Opnunartími frístundar er frá lokum skóladags á yngsta stigi og til kl. 16:15 alla virka daga. Börn eru skráð í frístund í gegnum skráningarkerfi Völu – við hvetjum ykkur til að ganga úr skugga um að skráning sé í lagi og að allar upplýsingar séu réttar, svo sem upplýsingar um íþróttaæfingar og/eða aðrar tómstundir.
Deildarstjóri frístundar er Arnar Freyr Sigurðsson (arnarfs@brekko.is), en hann er í leyfi eins og er. Staðgengill hans er Herdís Magnúsdóttir (herdis@brekko.is), og hægt er að ná í frístund í síma 433-1327 og í síma 433-1250 fyrir klukkan 12 að morgni.
Ef þið hafið spurningar, ábendingar eða vangaveltur varðandi starfsemi frístundar, hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við Herdísi eða Arnar.
Við hlökkum til góðs samstarfs og vonum að börnin ykkar eigi ánægjulegar og uppbyggilegar stundir í Brekkuseli.
Með bestu kveðju,
Starfsfólk Brekkusels
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brekko.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 13:30 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.