Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem er ákveðið af ungmennaráði Samfés. Þemað í ár er Sjóræningjar karabíska hafsins.
Tveir hópar upprennandi hönnuða frá Brekkubæjarskóla tóku þátt í undankeppninni sem fór fram í Arnardal í gær og sýndu afrakstur vinnu undanfarinna vikna.
Þær Eva Júlíana, Iðunn, Íris og Kiddý, allar í 10.bekk, komust áfram í lokakeppni Stíls 2025 sem fer fram þann 1.mars. Hönnun þeirra er unnin útfrá sírenum sem eru sjávarvættir í grískri goðafræði. Sírenur voru alræmdar fyrir að reyna laða menn til sín með undirfögrum söng og bana þeim síðan.
Til hamingju stelpur!
Nokkrar myndir frá undankeppni Stíls má sjá hér.
|
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brekko.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 13:30 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brekko.is.