Jól í Ævintýraskógi

4.bekkur bauð nemendum á yngsta stigi upp á glæsilega leiksýningu í morgun þegar þau fluttu leikritið ,,Jól í Ævintýraskógi" í Tónbergi. Þar mátti sjá mörgum þekktum og skemmtilegum sögupersónum bregða fyrir og fóru krakkarnir á kostum í söng og leik. Foreldrum var síðan boðið að koma og sjá sýninguna seinna um daginn þannig að það er nóg að gera í leikhúslífinu í 4.bekk.

Sjón er sögu ríkari - smellið hér til að sjá myndir og myndskeið frá ,,Jólum í Ævintýraskógi".