Jólalestur á bókasafninu

Það er hefð í Brekkubæjarskóla að bjóða nemendum að koma á skólasafnið á aðventunni og hlusta á upplestur. Kveikt er upp í rafrænum arni og ljósin dempuð til að skapa notalega stemningu á meðan upplestri stendur. Virkilega skemmtileg og notaleg hefð á skólasafninu okkar 🙂