Ljóðskáld í 8.bekk

Fyrr í vetur tóku nemendur 8.bekkjar þátt í ,,Fernuflugi" sem er árlegt verkefni MS þar sem ungir höfundar senda inn frumsamda texta. Yfir 1.200 textar bárust í keppnina og dómnefnd valdi síðan þá texta sem þóttu skara framúr. Þessir textar munu prýða mjólkurfernur frá MS á næstunni. Þar á meðal verða textar eftir þau Þóru Birnu Jónsdóttur og Bjarna Anton Dal Sveinsson úr 8. BS. Til hamingju krakkar - vel gert!