Unglingarnir í 8.BS hafa í síðustu námslotu og þessari sem nú var að hefjast farið á hverjum degi í Míluna. Mílan er 1,5 km langur göngutúr sem er í stundaskrá nemenda og þannig fastur liður af skóladeginum. Tilgangurinn og markmiðið með Mílunni er að koma aukinni hreyfingu inn í skóladag unglinganna, brjóta upp skóladaginn með útiveru og stuðla að símalausum samskiptum. Við vonumst með þessu að þá séum við að efla líkamlega og andlega heilsu unglinganna, en ekki síst auka einbeitingu og námsárangur. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og heitir þar The Daily Mile. Það verkefni byggir m.a. á rannsóknum á sambandi hreyfingar og útiveru við jákvæðari námsárangur og líðan í skóla.
Fyrir utan einn rigningardag þá hefur Mílan slegið í gegn. Unglingarnir hafa sjálfir óskað eftir því að haldið sé áfram að fara í Míluna og við þeirri ósk höfum við orðið. Við sjáum að þeim finnst gaman að fara út að labba, þau spjalla saman og ná meiri ró þegar þau koma til baka.
Hér má sjá nokkrar myndir af gönguglöðum 8.bekkingum.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.