Skólaslit Brekkubæjarskóla voru föstudaginn 6.júní síðastliðinn. Að venju var haldin skólaslitamorgunstund í íþróttahúsinu þar sem 10.bekkur var í stærsta hlutverkinu, sá um kynningar og voru með 2 tónlistaratriði. Þetta voru síðustu skólaslit Arnbjargar skólastjóra í Brekkubæjarskóla og af því tilefni færðu fulltrúar foreldrafélagsins henni trjáplöntu, sírenu, að gjöf.
Eftir morgunstundina fóru nemendur í sínar bekkjarstofur, fengu afhenta vitnisburði og kvöddu kennarana og aðra starfsmenn. Það voru brosmildir krakkar sem héldu síðan út í sumarið eftir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur.
Myndir frá skólaslitunum má sjá hér.
Á starfsdögum eftir skólaslit var haldið málþing þar sem öll teymi kynntu það sem þau voru ánægðust með úr faglegu starfi vetrarins. Áherslan var á læsi og viðmið um gæði kennslustunda. Það var einstaklega gaman að sjá alla þá frábæru vinnu sem fór fram í vetur í teymunum og einnig var þetta góður vettvangur til að fá hugmyndir að verkefnum fyrir næsta skólaár. Að málþinginu loknu fór fram hinn árlegi hátíðarfundur þar sem m.a. starfsmenn sem eru að hætta eða að fara á eftirlaun eru kvaddir. Þar voru t.d. þær Hjördís Hjartardóttir og Laufey Skúladóttir voru leystar út með gjöfum þar sem þær eru að láta af störfum eftir áralangan kennsluferil. Einnig var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri kvödd eftir 20 ára farsælan feril sem stjórnandi við Brekkubæjarskóla.
Vesturgötu 120 | 300 Akranes Sími á skrifstofu: 433 1300 Netfang: skrifstofa@brak.is |
Opnunartími skrifstofu: Föstudaga 07:45 - 12:00 |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda berist í gegnum Mentor eða síma 433 1300 / skrifstofa@brak.is.