Stærðfræðilíkön í 7.bekk

Krakkarnir í 7. bekk hafa undanfarnar vikur búið til líkön í stærðfræði úr þykkum pappír, límbandi og/eða lími. Þau teiknuðu upp út flatt form af líkaninu sínu og settu það saman og reiknuðu yfirborðsflatarmál og rúmmál þess. Einnig þurftu þau að segja úr hvaða tvívíðu formum og þrívíðum formum líkanið var gert. Skilin á verkefninu var veggspjald með teikningum og útreikningum, líkan og nemendur kynntu líkanið fyrir bekkjarfélögum sínum þar sem þau fóru yfir helstu hugtök sem tengdust vinnunni sinni og útreikningum og mælingum á líkaninu. Það var mjög gaman að sjá hvað nemendur voru áhugasamir og duglegir í vinnunni sinni.
Myndir af nokkrum verkefnum krakkanna má sjá með því að smella hér.