Umferð við skólann

Nú þegar farið er að dimma á morgnana og skyggni farið að þverra þá er rétt að fara aðeins um umferðarreglur og umferðarmenningu hér við skólann. Við Vesturgötuna frá Stillholti að Merkigerði er 30 km hámarkshraði og biðjum við ökumenn að virða þær reglur til hins ítrasta. Á hverjum morgni koma um 470 nemendur til skóla ásamt starfsfólki ýmist gangandi, hjólandi eða akandi. Þau sem að koma gangandi eða hjólandi þurfa að vera vel merkt með endurskinsmerkjum og vel búin í umferðinni.

Fyrir þau sem fá skutl í skólann þá bendum við á sleppistæðið sem er beint fyrir framan skólann til þess að hleypa börnunum út. Einnig er hægt að hleypa nemendum út við göngustíg við Kirkjubraut (hjá gamla pósthúsinu).

Öll umferð um bílastæði skólans er bönnuð þar sem mikil slysahætta getur skapast þegar starfsfólk er að koma til vinnu og viljum við því takmarka alla óþarfa umferð um bílastæðið.